Dupli-Color Metallic Look er hraðþornandi hágæða akrýl lakksprey sem inniheldur málmagnir (effekt). Það hentar á margskonar yfirborðsfleti svo sem málm, timbur, stein, gler, keramik, pappír, karton og ýsmar gerðir af hörðu plasti, en plastið er best að meðhöndla fyrs með Dupli-Color Plastic Primer eða öðrum grunni sem er gerður fyrir plast.
Dupli-Color Metallic Look lakkspreyið má nota bæði innandyra og utandyra.
Notkunarleiðbeiningar
- Hristið brúsann kröftuglega í 3 mínútur fyrir notkun.
- Prófaðu ávallt að úða á prufuspjald til að sjá hvernig úðast úr brúsanum.
- Haltu brúsanum í 20-30 cm fjarlægð frá hlutnum sem verið er að lakka.
- Úðið í þunnum umferðum og látið þorna í 3-5 mínútur áður en það er lakkað aftur.
- Metallic lakki verður að loka með glæru innan 30 mínútna frá lökkun, annars gætu ál-agnir í lakkinu orðið fyrir umhverfisáhrifum og oxast.
ATH! Dupli-Color lakkspreyið er mest allt með fiktvörn undir sprey tappanum sem má sjá á myndinni hér að neðan. Hana verður að fjarlægja fyrir notkun.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.