Ný vefsíða Poulsen er komin í loftið!

Splunku ný vefsíða Poulsen er komin í loftið endurbætt og öflugri. Við erum að vinna hörðum höndum að því að bæta inn inn vörum, upplýsingum og ýmis konar fróðleik um vörur og þjónustu. Þeir sem voru með virkan aðgang að eldri vefsíðu Poulsen.is þurfa að stofna sig inn að nýju vegna persónuverndar ákvæða.

Hvað get ég svo gert á vefsíðu Poulsen?

Vefverslun

Þú getur stofnað aðgang að vefverslun okkar með því að smella á “Innskráning”. Við bendum viðskiptavinum sem eru í reikningsviðskiptum á að afsláttarkjör sjást ekki inni í vefverslun enn sem komið er (það er verið að vinna í því), en hafðu engar áhyggjur þau halda sér við vinnslu pöntunar og þú færð þín afsláttarkjör.

Mínar síður – Reikningsyfirlit

Ef að þú ert í reglulegum viðskiptum við Kemi ehf – Poulsen þá getur þú sótt um aðgang að “Mínar síður”, við stofnum þig inn og þú færð sendan aðgang beint úr sölukerfinu okkar, þar getur þú skoðað, prentað eða vistað reikninga og yfirlit.

Bílavarahlutir

Þú getur flett upp bílnum þínum og fundið varahluti frá öllum okkar birgjum, þá bæði frá Poulsen sem og frá Kemi.

Olíuráðgjafinn

Þú getur fundið allar smurolíur og aðra vökva á ökutækið þitt á annaðhvort olíuráðgjafa TotalEnergies eða olíuráðgjafa Valvoline.

Hafir þú ábendingar varðandi eitthvað á vefsíðunni okkar þá þætti okkur mjög vænt um það ef að þú myndir senda okkur línu á samskiptaforminu „Hafa samband“ eða beint á poulsen@poulsen.is.  

Skildu eftir svar