loader image
  • Login
  • Mon - Sat 8.00 - 18.00
  • 1010 Moon ave, New York, NY US
  • +1 212-226-3126

Skilmálar Poulsen ehf

Upplýsingar seljanda
Seljandi er Poulsen ehf, kt. 670269 4349, Skeifunni 2, 108 Reykjavík. Fyrirtækið sérhæfir sig í innflutningi og sölu á varahlutum, verkfærum, bílalakki, olíu og fleiri vörum. Poulsen ehf selur beint til viðskiptavina í gegnum heildsölu, smásölu og netsölu.

Öryggi og persónuvernd á vefnum
Þegar þú notar vefsíðu okkar, poulsen.is verða til upplýsingar um heimsókn þína. Poulsen ehf virðir friðhelgi perónuupplýsinga viðskipta vina sinna og miðlar þeim ekki til annara. Með því að heimsækja vefinn lýsir þú þig samþykkan skilmálum okkar um persónuvernd og öryggi.

Pantanir

Allar pantanir eru afgreiddar um leið og þær berast en háð opnunartíma. Pöntun er bindandi þegar pöntunarstaðfesting hefur verið samþykkt af kaupanda. Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma

Afhending vöru

Við bjóðum viðskiptavinum að fá vörur afhentar í verslunum okkar eða fá heimsendingu. Pöntunum dreift af heilstu flutnings aðilum og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar þeirra um afhendingu vörunnar. Poulsen ehf ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef að vara týnist í flutning eða verður fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Poulsen ehf til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda. Poulsen ehf bíður upp á fyrirtækjum frían flutning með sölumönnum. Pöntun fer þá með næstu ferð viðkomandi sölumanns. Um áætlaðan afhendingartíma þarf að setja sig samband við viðkomandi sölumann. Hægt er að velja um eftirfarandi afhendingarmáta.

  • Sótt í verslun okkar að Skeifunni 2
  • Sótt í verslun okkar að Hyrjarhöfða 9
  • Sent með sölumanni
  • Sent með Póstinum
  • Sent með Landflutningum
  • Sent með Flytjanda

Verð vöru og sendingakostnaður

Öll verð í vefverslun eru með inniföldum 24% vsk. Sendingakostnaður er ekki innifalinn í vöruverði og greiðist af kaupanda.

Öruggar greiðslur – Kortaviðskipti

Greiðslur fara fram í gegnum greiðslusíðu Valitor. Valitor tryggir að kortaupplýsingar viðskiptavina séu meðhöndlaðar í vottuðu og dulkóðuðu umhverfi og aldrei aðgengilegar þriðja aðila. Poulsen ehf heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila

Reikningsviðskipti

Greiðslur verða skuldfærðar á viðskiptareikning viðkomandi og gilda umsaminn kjör. Til að sækja um viðskiptareikning , vinsamlega hafið samband við skrifstofu Poulsen ehf

Að skipta og skila vöru

Veittur er 30 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað. Ef kaupandi vill ekki skipta vörunni fyrir aðra vöru verður vara endurgreidd gefin út inneignarnóta eftir að varan er móttekin. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.

Gölluð vara

Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir. Eða endurgreiðum ef þess er krafist. Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup.

Höfundaréttur og vörumerki

Texti, grafík, lógó, myndir og allt efni á heimasíðu okkar Poulsen.is eru eign Poulsen ehf. og er öll afritun og endurdreifing bönnuð nema með skriflegu leyfi frá Poulsen ehf.

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur.